Hvenær er hægt að sjá kyn tvíbura í sónar?

17.08.2010

Ég komst af því í 12 vikna sónarnum að ég geng með tvíbura og hlakkar okkur svo mikið til að fá að vita hvort kynið þau eru þar sem þau eru eingeggja. Er hægt að fá að vita það í 16 eða 20 vikna sónarnum eða þarf ég að bíða e-ð mikið lengur útaf því að þetta eru tvíburar?


Sæl!

Það er stundum hægt að sjá kynið við 16 vikur ef skilyði eru góð, en nær oftast við 20 vikur.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild LSH,
17. ágúst 2010.