Áhrif tilfinningalegs ójafnvægis á fóstrið

20.06.2011

Sælar, takk fyrir að halda úti svona góðri síðu, hún er mjög fræðandi.

Mig langar aðeins að spyrja út í áhrif tilfinningalegs ójafnvægis á fóstrið. Ég er komin 21 viku á leið og er að fara í gegnum mjög erfiða tíma andlega. Getur það haft einhver slæm áhrif á þroska barnsins eða líðan þess?

Kveða x 


Sæl.

Vissulega getur andleg líðan móður haft áhrif á meðgönguna og útkomu hennar.  Mikið andlegt álag getur haft áhrif á heilsu móður þannig að ónæmiskerfi hennar sé veikara en annars þannig að hún sé útsettari fyrir sýkingum og veikindum.  Einnig getur mikið álag orsakað fósturlát, hækkun á blóðþrýstingi, fyrirburafæðingu og léttburafæðingu.

Það er því mikilvægt að fara vel með sig og leita hjálpar ef þarf.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. júní 2011.