Spurt og svarað

20. júní 2011

Áhrif tilfinningalegs ójafnvægis á fóstrið

Sælar, takk fyrir að halda úti svona góðri síðu, hún er mjög fræðandi.

Mig langar aðeins að spyrja út í áhrif tilfinningalegs ójafnvægis á fóstrið. Ég er komin 21 viku á leið og er að fara í gegnum mjög erfiða tíma andlega. Getur það haft einhver slæm áhrif á þroska barnsins eða líðan þess?

Kveða x 


Sæl.

Vissulega getur andleg líðan móður haft áhrif á meðgönguna og útkomu hennar.  Mikið andlegt álag getur haft áhrif á heilsu móður þannig að ónæmiskerfi hennar sé veikara en annars þannig að hún sé útsettari fyrir sýkingum og veikindum.  Einnig getur mikið álag orsakað fósturlát, hækkun á blóðþrýstingi, fyrirburafæðingu og léttburafæðingu.

Það er því mikilvægt að fara vel með sig og leita hjálpar ef þarf.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. júní 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.