Hvenær kemur kúlan?

07.01.2008

Sæl vil byrja á því að segja að þetta er allveg frábær síða.....
jæja ég er komin 15. vikur á leið og það er ekkert farið að sjást á mér:( ég er farin að hafa svolitlar áhyggjur ég finn að það er komið upp fyrir lífbeinið held að það heitir það en það er búið að vera þannig í næstum mánuð það er eins og fóstrið stækki ekkert.... var að vona að þú gætir eitthvað aðstoðað mig í þessu er þetta allveg eðlilegt... er ekki búin að fara í mæðraskoðun kemst ekki að fyrr en eftir 2 vikur og ég hef barasta ekki þolinmæði í að bíða er að verða gráhærð úr áhyggjum......
fyrirfram þakkir
ein á taugum 


Komdu sæl

Ég geri ráð fyrir að þetta sé þín fyrsta meðganga.  Það er engin ástæða fyrir þig að fara á taugum yfir þessu.  Það er alveg eðlilegt að ekki sjáist á konum fyrr en 16-17 vikur eru liðnar af meðgöngunni og hjá sumum jafnvel seinna.  Þetta fer mjög mikið eftir vaxtarlagi fyrir og hversu sterka magavöðva þú hefur. 

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðngur.
07. janúar 2008