hvenær óléttueinkenni??

20.01.2015

Var að komast að því að ég er ófrísk ;), verð 39 ára i mars. Fyrsti dagur síðustu blæðinga hjá mér var 9. Desember. Ég er að hugsa hvaða einkenni á maður að finna, held ég sé gengin 5 vikur núna. Ég finn ekki ógleði, smá togverki, á maður að finna lítið?, Ég er stressuð því ég hef eignast einu sinni andvana barn, missti komin þá  22 vikur.Við eigum einn strák sem er fæddur 2010 og þá var ég  í áhættumeðgöngu og gekk alveg 2 vikur framyfir. Er það vaninn líka með barn númer 2. Takk fyrir góða síðu kveðja Hildur


Heil og sæl Hildur og til hamingju, þú ert þá komin 6 vikur. Það eru alls ekki allar konur sem fá meðgöngueinkenni og ef þau koma þá fara þau að koma núna uppúr 6 vikum. Algengustu einkennin eru líkast til ógleði, brjóstspenna/eymsli og þreyta. Meðgöngueinkenni leggjast líka misþungt á konur. Þú verður vonandi svo heppin að vera ein af þeim sem fá frekar lítil eða engin einkenni. Það er skiljanlegt að þú sért stressuð eftir þá erfiðleika sem þú ert búin að ganga í gegnum en síðasta meðganga hefur væntanlega gengið vel fyrst þú gekkst með í 42 vikur og það er kannski ekki vaninn en alls ekki ólíklegt að þú gangir með í 42 vikur núna líka. Gangi þér vel.

bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. jan. 2015