Hvenær var barnið getið?

16.08.2010

Þegar væntanlegur fæðingardagur er 18. september, getur maður þá sagt að barnið hafi verið getið 19. desember eða í kringum það? Getur maður vitað uppá dag hvenær það var getið eða er þetta bara svona slump þegar dagurinn er reiknaður í sónarnum?Sæl!

Þegar væntanlegur fæðingardagur er reiknaður út, eru notaðar mælingar á fóstrinu, skekkjumörk mælinganna eru ±5 dagar. Ef þú hefur fengið 18. september hefur barnið verið getið í kringum 25. desember, ±5 dagar.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild LSH,
16. ágúst 2010.