Hvenær þarf maður að tilkynna þungun?

26.08.2008

Halló!

Mig langar að vita hvað maður má vera gengin langt áður en tilkynna verður að maður sé óléttur þegar maður er að ráða sig í nýtt starf.

Kær kveðja.


Sæl!

Samkvæmt lögum um rétt til töku fæðingarorlofs ber starfsmanni að tilkynna atvinnurekanda um þungun í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.

Kveðja,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2008.