Spurt og svarað

24. október 2006

Hver er einkenni meðgöngueitrunar?

Hver eru einkennin sem móðir finnur fyrir í sófanum heima, ef hún er komin með meðgöngueitrun?Komdu sæl!

Meðgöngueitrun er það nefnt, þegar kona greinist með hækkaðan blóðþrýsting á meðgöngu auk þess að hafa eggjahvítu í þvagi og oft fylgir bjúgmyndun víðs vegar á líkamanum (t.d. á fótum, höndum og/eða í andliti). Konu með væga meðgöngueitrun þarf ekki að líða illa í upphafi, nema er e.t.v. er þreytt og/eða hefur óþægindi vegna bjúgmyndunar. Það ástand getur þó breyst á skömmum tíma og fari kona að finna fyrir höfuðverk, fá sjóntruflanir t.d. sjá flygsur fyrir augum eða finna fyrir verk undir bringspölum ættir hún tafarlaust að hafa samband við mæðraverndina sína því það geta verið merki um alvarlega meðgöngueitrun, sem þarf að greina og meðhöndla strax.

Vona að þetta svari fyrirspurninni þinni og vona að þér líði vel á meðgöngunni.

Kveðja 

Yfirfarið 28.10.2015

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.