Spurt og svarað

20. janúar 2009

Hverjar eru líkur á fósturláti eftir 12 vikur?

Hverjar eru líkur á fósturláti fyrir 12 vikur? Hverjar eru líkur á fósturláti eftir 12 vikur? Hverjar eru líkur á fósturláti eftir 20 vikur? Einhverjar kannanir eða prósentutölur til um þetta?


Það er talað um fósturlát þegar meðgangan endar að sjálfu sér, fyrir 20 vikna meðgöngu. Flest fósturlát verða vegna litningagalla en geta einnig tengst vandamálum móðir, t.d. vandamálum í legi, skort á progestroni eða vandamálum tengdum ónæmiskerfi. Reykingar, áfengisneysla og kókaínneysla auka einnig líkur á fósturlátum. Tíðni fósturláta hækkar með hækkandi aldri móður.

Það er mjög erfitt að segja til um tíðni fósturláta. Í einni bók stendur að tíðni fósturláta sé að minnsta kosti 15% af þeim þungunum sem vitað er um en mun fleiri fósturlát verða það snemma á meðgöngu þegar konur vita ekki enn af þungun eða hafa ekki tekið þungunarpróf til staðfestingar. Flest þessara fósturláta verða fyrir 12. viku þannig að líkurnar á fósturláti eftir 12. viku eru miklu minni en fyrir þann tíma.

Því miður hef ég ekki nákvæmara svar en þetta.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. janúar 2009.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.