Hvernig á að lesa út úr vikunum?

05.01.2008

Halló!

Ég er mjög áhugasamur verðandi pabbi sem langar að fylgst sem mest með og taka sem mestan þátt í meðgöngunni eins og ég get ;) það sem mig langar að vita er hvernig ég á að lesa úr viku fyrir viku skalanum segjum sem svo að það sé hún sé komin 17 vikur og 2 daga á ég þá að lesa viku 17 eða viku 18?

Ég er ekki alveg með þetta á hreinu og það væri gaman að fá svar ;) 


Sæll og blessaður og takk fyrir að spyrja að þessu!

Þú átt þá að lesa viku 18 þar sem hún er á átjándu viku.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. janúar 2008.