Hvers vegna hækkar kólesteról á meðgöngu?

29.05.2010

Sælar!

Langaði til að vita hvers vegna kólesteról hækkar á meðgöngu og hversu mikið það hækkar. Hef alltaf verið lág í kólesteróli en var að mælast 6,91 sem er frekar hátt. Var sagt að þetta væri eðlilegt á meðgöngu.

Með kveðju, Dísa.Sæl Dísa!

Það er þekkt að kólesteról hækkar eftir því sem líður á meðgönguna en það tengist aukinni framleiðslu hormónanna estrógen og prógestrón. Um 4-6 vikum eftir fæðingu ætti kólesterólið að hafa lækkað niður aftur. Brjóstagjöf flýtir fyrir því að kólesterólið lækki eftir fæðingu.

Samkvæmt bæklingi Hjartaverndar um kólesteról er æskilegt að HDL sé meira en 1,0 mmól/lítra en viðmiðunarmörk fyrir heildarkólesteról (mmól/lítra) eru eftirfarandi:

  • Mjög hátt >8
  • Hátt 6-8
  • Viðundandi fyrir flesta <6
  • Æskilegt <5

Þetta er algjörlega eðlilegt og þú ættir ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. maí 2010.