Spurt og svarað

20. ágúst 2007

Áhugaleysi pabba á kynlífi

Sælar
Ég leitaði að svari við spurningu minni en fann ekkert, ég vona að ég sé ekki ein um þetta. Ég á von á barni nr. 2. Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í 12 ár. Allt gott og blessað. Málið er þegar ég verð ófrísk vill hann ekki kynlíf. Segist ekki geta gefið útskýringu á þessu. Sérstaklega þegar kúlan kom og fórum í sónar, þá allt lok og læs. Ég reyni að vera skilningsrík en á erfitt með það. Ég tel mig vita að þetta er ekkert á móti mér, því ef ekki ólett er hann til í allt ;)
Takk fyrir góða síðu
Kveðja Dóló


Komdu sæl Dóló og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta er þekkt hjá karlmönnum að þeir vilji ekki kynlíf á meðan konan gengur með barn.  Ástæðurnar geta verið fjölmargar eins og að finnast óþægilegt að vita af "þriðja aðilanum", finnast kúlan trufla, halda að þeir geti meitt barnið eða að barnið sjái eitthvað.  Sumum finnst þetta bara ekki viðeigandi á meðgöngu og öðrum getur fundist konan ekkert spennandi í þessu ástandi.  Það er best að tala bara saman um hlutina og vita hvort þið getið fundið einhvern flöt á þessu sem bæði geta sætt sig við. 

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir.
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.