Hversu snemma er hægt að staðfesta þungun með ómskoðun?

28.05.2010

Sæl ljósmóðir!

Vil minna þig á að þetta er æðisleg síða hefur hjálpað mér mikið.

Sést fóstrið í 2.-3. viku þungunar í ómskoðun? Er hægt að staðfesta þungun með ómskoðun svona snemma?


Sæl!

Það er hægt að staðfesta þungun þegar 5 vikur eru frá síðustu tíðum með ómskoðun, þá sést fóstursekkur. Fóstur og hjartsláttur sést þegar 6 vikur frá síðustu tíðum.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir á fósturgreiningardeild,
28. maí 2010.