Hvert á að leita með gyllinæð?

19.04.2011

Hæ!

Ég er kominn 21 viku á leið með mínu fyrsta barni og mér grunar að ég sé með gyllinæð og hef lesið mig til um það en það stendur aldrei hvert ég á að fara til þess að láta skoða mig. Á ég að fara til kynsjúkdómslæknis, húðlæknis eða til fæðingarlæknis? Getur einhver sagt mér hvar ég á að panta tíma og hjá hverjum til þess að láta skoða þetta?


Sæl og blessuð!

Pantaðu þér tíma hjá heimilislækni eða ræddu við ljósmóðurina þína í mæðravernd.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.