Imedeen Tan Optimizer

13.05.2008

Mig langar að forvitnast um hvort að þú vitir eitthvað um töflur sem heita Imedeen Tan Optimizer. Ég fer til útlanda í sumar og ég ætlaði að taka þessar töflur af því að þær hafa komið í veg fyrir sólarexem hjá mér. Ef allt gengur að óskum þá á ég að vera komin 14 vikur á leið þegar ég fer út. Veistu hvort að það sé í langi að taka þessar töflur á meðgöngu?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Nánast engin lyf eru rannsökuð á þunguðum konum.   Þess vegna hefur verið ráðlagt að þungaðar konur taki ekki lyf nema það teljist algjör nauðsyn.  Að því gefnu ráðlegg ég þér ekki að taka inn þessar töflur.  Frekar ráðlegg ég þér að vera í skugganum og nota sólarvörn til að koma í veg fyrir sólarexemið.


Gangi þér vel og góða ferð í sumar.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. maí 2008.