Spurt og svarað

29. desember 2007

Imodium í upphafi meðgöngu

Halló!

Ég er með smá áhyggjur. Ég þurfti að taka Imodium töflur (niðurgangsstoppandi) þann 5. desember, þá grunaði mig ekki að ég væri ófrísk. Ég tók tvær töflur og svo eina dálitlu síðar og þurfti svo ekki meir. Svo komst ég að því viku síðar að ég er ófrísk, og hef verið komin u.þ.b. 3 vikur á leið þarna 5.desember. Getur þetta haft einhver áhrif á fóstrið?

Kveðja.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskránni þá er klínísk reynsla af notkun Imodiums hjá þunguðum konum takmörkuð. Rannsóknir á rottum hafa sýnt aukningu fósturláta við stóra skammta. Á vefnum www.safefetus.com kemur fram að í þeim dýrarannsóknum sem gerðar hafa verið hafa ekki komið fram fósturskemmandi áhrif á dýr. Það hafa ekki verið gerðar nægjanlegar rannsóknir á lyfinu á mönnum til að hægt sé að fullyrða að það sé öruggt. 

Þar sem þú tókst lyfið ekki inn í stórum skömmtum og ekki í langan tíma þá er afar ólíklegt að það hafi valdið einhverjum skaða. Ég get auðvitað ekkert fullyrt en held að þú ættir ekki hafa áhyggjur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. desember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.