Spurt og svarað

06. nóvember 2007

Isofluran og fljótandi köfnunarefni

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Ég hef fyrirspurn vegna vinnunnar minnar og langar að vita hvort þið þekkið fósturskaðleg áhrif Isoflurans og fljótandi köfnunarefnis. Er mér óhætt að vinna innan um þessi efni á meðgöngunni?

Mamma litla.


Komdu sæl og takk fyrir að leita á ljósmóðir.is!

Ég sendi fyrirspurn þína til Aðalbjörns Þorsteinssonar, svæfingalæknis á Langspítala og svar hans kemur hér:

Hvað varðar fljótandi köfnunarefni ætti það ekki að valda miklum áhyggjum. Fljótandi köfnunarefni gufar upp og verður að köfnunarefnisgasi (N 2 ).  Í venjulegu andrúmslofti sem við öndum að okkur er innihaldið af köfnunarefni um 80%. Normalt er því mikið magn af köfnunarefni til staðar í lungum okkar og uppleyst í öllum vefjum okkar.

Hvað varðar Ísóflúran er erðiðara að gefa óyggjandi svar. Ísóflúran er svæfingagas. Um þau gilda mjög strangar reglur. Þar sem þau eru notuð á að vera mjög öflugt útsogskerfi þannig að það mengun andrúmslofts verði sem allra minnst. Það hefur ekki verið talin þörf á því að óléttar konur sem vinna við svæfingar forðist að sinna sjúklingum sem eru í Ísóflúran svæfingu. Kannanir hafa ekki getað sýnt fram á fósturskaða. Skiljanlega verður aldrei hægt að kanna áhrif langvarandi mengunar á fósturskaða því engum heilvita manni myndi detta í hug að búa til mengað umhverfi til að hafa þær í. Sem sagt ef farið er eftir þeim mengunarreglum sem gilda um svæfingagös er ekki þekkt að það valdi fósturskaða. Ef ekki er farið eftir þeim reglum veit sennilega enginn hvað getur gerst.

Kveðja, Aðalbjörn Þorsteinsson.

Vona að þetta svari þér eins og hægt er. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur,

Steinunn H.Blöndal,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. nóvember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.