Jafnar húðslit sig eftir meðgöngu?

05.01.2009

Hæ, hæ!

Langaði bara að fá að vita hvort að húðslit jafni sig eftir meðgöngu er komin 21 viku núna og komin með þvílíkt slit á rassinn og lærin.


Sæl og blessuð!

Það er ekki líklegt að slitið jafni sig alveg að sjálfu sér. Það dofnar eitthvað með tímanum en svo er hugsanlega hægt að fjarlægja það síðar.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. janúar 2009.