Spurt og svarað

07. apríl 2014

Áhyggjur

Góðan dag.
Ég er 37 ára, á fyrir 3 heilbrigð börn með manninum mínum og er ég gengin 14 vikur með eineggja tvíbura. 11-14 vikna sónarinn kom vel út. Allar mælingar eðlilegar. Niðurstaðan úr samþættu líkindamatinu kom vel út fyrir þrístæðu 13 og 18 en fyrir þrístæðu 21 var það 1 af 289. Af hverju þessi munur? Fær maður verri niðurstöður ef maður gengur með tvíbura? Þarf ég að hafa áhyggjur?
Með kveðju.


Sæl
Líkur á litningagöllum hjá tvíburum eru helmingi meiri en þegar gengið er með einbura. Líkur á þrístæðu 13 og 18 eru mikið minni en á þrístæðu 21. Þínar líkur koma mjög vel út, innan við 1 % fyrir þrístæðu 21, ef 16 og 20 vikna ómskoðun verða eðlilegar minnka líkurnar um helming miðað við líkindamatið. Vona að þú áttir þig betur á þessu núna, alltaf velkomið að hringja á fósturgreiningardeildina og tala við ljósmóðurina sem ómskoðaði þig.

Kær kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
6. apríl 2014.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.