Áhyggjur

07.04.2014
Góðan dag.
Ég er 37 ára, á fyrir 3 heilbrigð börn með manninum mínum og er ég gengin 14 vikur með eineggja tvíbura. 11-14 vikna sónarinn kom vel út. Allar mælingar eðlilegar. Niðurstaðan úr samþættu líkindamatinu kom vel út fyrir þrístæðu 13 og 18 en fyrir þrístæðu 21 var það 1 af 289. Af hverju þessi munur? Fær maður verri niðurstöður ef maður gengur með tvíbura? Þarf ég að hafa áhyggjur?
Með kveðju.


Sæl
Líkur á litningagöllum hjá tvíburum eru helmingi meiri en þegar gengið er með einbura. Líkur á þrístæðu 13 og 18 eru mikið minni en á þrístæðu 21. Þínar líkur koma mjög vel út, innan við 1 % fyrir þrístæðu 21, ef 16 og 20 vikna ómskoðun verða eðlilegar minnka líkurnar um helming miðað við líkindamatið. Vona að þú áttir þig betur á þessu núna, alltaf velkomið að hringja á fósturgreiningardeildina og tala við ljósmóðurina sem ómskoðaði þig.

Kær kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
6. apríl 2014.