Spurt og svarað

02. júní 2008

Jákvætt þungunarpróf. Hvað svo?

Sæl, var að fá jákvætt þungunarpróf eftir 1½ árs „reynirí“ og er rosalega ánægð. Hvað geri ég næst? Ég á að fara í snemmsónar á 7. viku er það ekki? Bý í Hafnarfirði hvert fer ég í snemmsónar?

 


 

Sæl og blessuð og til hamingju!

Margar konur fara til kvensjúkdómalæknis í snemmsónar til að fá frekari staðfestingu en það er ekki nauðsynlegt. Ef þú kýst að fara í slíka skoðun þá er hægt að greina hvort um fleiri en eitt fóstur er að ræða og greina hjartslátt.

Nú stendur öllum konum til boða að fara í hnakkaþykktarmælingu við 11 - 14 vikna meðgöngu og í þeirri rannsókn er einnig hægt að greina ef um fleiri en eitt fóstur er að ræða.  Þú þarft að fá tilvísun hjá ljósmóður sem sinnir meðgönguvernd í hnakkaþykktarmælinguna og því er best að setja sig í samband við ljósmóður sem sinnir meðgönguvernd ef þú hefur hug á slíkri rannsókn en annars bara til að panta tíma í fyrstu skoðun. Mælt er með að fyrsta viðtal í mæðraverndinni fari fram við 8-10 vikna meðgöngu og gott er að panta tíma í þessa fyrstu skoðun með góðum fyrirvara.

Kíktu svo endilega á pistilinn okkar um næringu á meðgöngu og bæklinginn „Matur og meðganga“.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.