Kannabis á meðgöngu

24.01.2011
Ég er 16 ára og var gengin með 12v.þegar ég fattaði að ég væri ólétt.  Ég hætti strax flestu en var að reykja kannabis uppá annan hvern dag. var með svona pínulitla og agnarsmáa kviðverki og er með svo mikið samviskubit af þessari framkomu.  Ég borðaði ég ekki nánast allan daginnþegar ég var að nota kannabis, var að velta fyrir mér hvort þetta geri fóstrinu mínu eitthva?  Hversu miklar líkur eru á að það fæðist vanskapað, ég las umþetta á ´´áfengi og eiturlyf´´ hjá ykkur en það er svo voðalega lítið um eiturlyfin langmest bara áfengi. Þetta er alveg að fara me›ð mig. Vinsamlegast ekki hlífa mér við neinu.
Takk kærlega

Komdu sæl.
Hér á síðunni undir spurt og svarað eru þær upplýsingar sem við höfum um þetta. 
Þú ættir að panta þér tíma hjá Valgerði Lísu ljósmóður á Áhættumeðgöngudeild Landspítalans.  Hún getur gefið þér þær upplýsingar sem hægt er og eins ættir þú að vera í mæðravernd þar.
Kveðja
Rannveig B. Ragnardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. janúar 2011.