Keiluskurður og meðgöngueftirlit

15.01.2007

Sæl!

Ég fór í keiluskurð fyrir nokkrum árum vegna frumubreytinga í leghálsi. Í haust var fyrsta skoðunin mín sem var alveg frumubreytingalaus eftir aðgerðina.

Spurning mín er þessi: Þarf maður eitthvað meiri mæðraeftirlit ef maður hefur farið í keiluskurð og eru líkur á að frumubreytingarnar taki sig upp aftur á meðgöngunni?

Kveðja Íris


Komdu sæl Íris

Nú er mælt með því að konur sem farið hafa í keiluskurð fái viðtal við fæðingalækni a.m.k. einu sinni á meðgöngunni.  Þar fyrir utan er mæðravernd bara eins og venjulega.   Líkur á að frumubreytingarnar taki sig upp aftur aukast ekki þó þú sért barnshafandi.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
15.janúar 2007.