Kettir og hundar á bóndabæ

01.05.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég er með eina spurningu varðandi umgengni við dýr. Nú á ég ættingja sem búa á bóndabæ þar sem eru hundur og köttur. Kötturinn er útiköttur og veiðir eitthvað, fer um sveitina í útihús og þannig, og það getur verið að hann komist í kýr, kindur og hesta. Hundurinn gengur líka laus úti og hefur einstaka sinnum komist í hræ sem hann hefur grafið upp. Hræin eru auðvitað fjarlægð um leið og þau uppgötvast. Bæði dýrin fara samt inn og út úr íbúðarhúsi nánast að vild. Ég gisti stundum þar og börnin mín eru þá mikið að leika við hundinn. Kötturinn lætur yfirleitt lítið sjá sig þegar eru gestir en er samt afar hændur að húsbændum sínum - s.s. snerting þar á milli.  Nú er ég alls engin dýramanneskja og er nánast í engu samneyti við dýrin sjálf en börnin mín náttúrulega á „kafi“ í hundinum og ég hef miðað við það a.m.k. að láta þau þvo sér um hendur fyrir mat og fyrir svefn. Er eitthvað varhugavert fyrir mig að fara einstaka sinnum í svona umhverfi á meðgöngu þegar maður er ekki vanur þessari bakteríuflóru?

 


 

Sæl og blessuð!

Ég held að það sé ekkert varhugavert fyrir þig að vera í þessu umhverfi. Það er auðvitað mikilvægt að við hafa gott hreinlæti og handþvottur mikilvægur í því sambandi.

Þú getur fræðst betur um þessi mál með því að lesa grein Helgu Finnsdóttur, dýralæknis um Bogfrymlasótt.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. maí 2008.