Spurt og svarað

21. desember 2009

Kírópraktor og grindarverkir

Heilar og sælar!

Ég sá að það má senda inn athugasemdir og datt í hug að senda inn eina þegar ég sá spurningu um grindarverki. Þannig vill til að ég er með skakkar mjaðmir vegna þess að ég er með skakkan hrygg og mislangar fætur. En ég hef alls enga verki fundið alla meðgönguna hvorki í grind né baki og er núna komin 39 vikur og þakka það kírópraktornum mínum og langaði að nota tækifærið og mæla með því fyrir aðrar „skakkar“ konur.

Bestu kveðjur.


Sælar og takk fyrir ábendinguna!

Hef heyrt af kírópraktorar geti hjálpað og einnig höfðubeina- og spjaldhryggsjöfnun.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. desember 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.