Spurt og svarað

03. nóvember 2010

Kláði

Er í lagi að vera með töluverðan kláða þó ég sé ekki gengin lengra en 12 vikur? Byrjaði á 9. viku.
Kveðja, Kolla 

Sæl Kolla.
Þú segir ekkert um það hvar þessi kláði er og hvort eitthvað virkar á hann, svo ég ráðlegg þér að ræða þetta við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni. 
Kláði af völdum gallstasa byrjar alla jafna ekki svona snemma, en hann einkennist af viðþolslausum kláða um allan líkamann þó sérstaklega á hand og fótleggjum og venjuleg ráð eins og krem, víð föt úr bómullarefnum, svali í herberginu o.s.frv duga ekki.  Ef þessi lýsing á við þig skaltu leita strax til ljósmóðurinnar þinnar eða læknis.
Kveðja,
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
3. nóvember 2010.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.