Kláði

03.11.2010
Er í lagi að vera með töluverðan kláða þó ég sé ekki gengin lengra en 12 vikur? Byrjaði á 9. viku.
Kveðja, Kolla 

Sæl Kolla.
Þú segir ekkert um það hvar þessi kláði er og hvort eitthvað virkar á hann, svo ég ráðlegg þér að ræða þetta við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni. 
Kláði af völdum gallstasa byrjar alla jafna ekki svona snemma, en hann einkennist af viðþolslausum kláða um allan líkamann þó sérstaklega á hand og fótleggjum og venjuleg ráð eins og krem, víð föt úr bómullarefnum, svali í herberginu o.s.frv duga ekki.  Ef þessi lýsing á við þig skaltu leita strax til ljósmóðurinnar þinnar eða læknis.
Kveðja,
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
3. nóvember 2010.