Kláði í geirvörtum á meðgöngu

31.03.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef! Hef nýtt mer hann mikið.

Ég er komin 32 vikur á leið og er búin að vera að drepast í geirvörtunum í u.þ.b. viku er með stöðugan kláða og er mjög aum í þeim, finn fyrir þessu nánast allan daginn. Er þetta alveg eðlilegt?

Kveðja, Binna.


Sæl og blessuð Binna.

Það er ýmislegt sem kemur til greina sem veldur kláða á vörtum á meðgöngu og svo gæti þetta líka flokkast undir ástand sem er eðlilegt. Þar sem ekkert kemur fram um útlit vartanna í bréfinu þá ráðlegg ég þér að fá skoðun hjá fagmanni og vonandi einhverja meðferð við ástandinu í framhaldi af því.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. mars 2008.