Kláði og sviði við þvaglát

16.11.2010

Hæ.

Er komin tæplega 7 vikur á leið samkvæmt fyrsta degi síðustu blæðinga og er farin að finna fyrir kláða og sviða við þvaglát. Var að reyna að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni en það er ekkert laust hjá neinum fyrr en um miðjan desember. Þetta er ekkert óbærilegt en mjög óþægilegt samt. Finnst ég þurfa að pissa á 15 mín fresti en svo koma bara nokkrir dropar ásamt sviðanum. Hvert á ég að leita?

Kveðja og takk fyrir góða síðu.


Sæl!

Þú gætir verið komin með þvagfærasýkingu. Það er best fyrir þig að hafa sambandi við heilsugæslustöðina þína í dag. Vonandi færðu tíma strax í dag því það er ekki gott að vera svona lengi.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfæðingur,
16. nóvember 2011.