Kláði við 15 vikur

10.04.2015

Sigrún heiti ég og er komin 15 vikur á leið. Fyrir 2 vikum fór ég að finna fyrir ofsafengnum kláða í fingrum, tám, hæl og rist. Kláðinn er mestur á kvöldin og á nóttinni er ég viðþolslaus og sef því mjög illa. Ég nota engin krem og er með allt lyktarlaust því ég þoli enga lykt!! Er þessi ofsafengni kláði eitthvað sem tengist meðgöngunni? Kær kveðja, Sigrún

 
 Komdu sæl Sigrún, jú það er þekkt að kláði getur aukist á meðgöngu. T.d. getur kláði í lófum og iljum orsakast af auknum hormónum. Einnig getur þurrkur húð valdið kláða. Næst þegar þú ferð í skoðun skaltu tala um þetta við ljósmóðurina þína. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
10. apríl 2015