Spurt og svarað

09. desember 2008

Kláði, þorsti og þurrkur

Hæ.

Ég er búin að vera skoða fleiri fyrirspurnir og leita eins og ég get. Ég er með svo mikinn kláða á bumbunni, á iljunum, í lófunum og á höndunum eins og svo margar aðrar en ég er líka með kláða bara rétt við þvagrásaropið og í kringum snípinn sem er að gera útaf við mig á kvöldin og næturnar og nú get ég ekki sofið. Þetta er ekki í leggöngunum. Auk þess er ég alltaf þyrst er alltaf drekkandi en samt losa ég meira þvag en venjulega og húðin mín er þurr og varirnar líka. Veit ekkert hvað er í gangi. Hef lesið mig til um sveppasýkingu og held þetta sé ekki það en veit ekki.


Sæl og blessuð!

Þú nefnir reyndar ekki hver meðgöngulengdin er en samt er ekki gott að segja hvað þetta er svo ég myndi ráðleggja þér að hafa samband við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni og fá að koma í skoðun sem fyrst. Kláði í lófi og iljum getur verið merki um gallstasa og þorstinn getur verið merki um sykursýki. Kannski er þetta ekkert alvarlegt en þó er vissara að láta athuga málið sem fyrst.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.