Spurt og svarað

30. júlí 2007

Klyx á meðgöngu

Ég veit að það er í lagi að nota microlax á meðgöngu og klyx til úthreinsunar fyrir fæðingu. En ég finn hvergi upplýsingar um það hvort í lagi sé að nota klyx á meðgöngu. Það er nefnilega allt stopp, búið að vera það lengi og ekkert dugir til að leysa vandan.  Búin að prófa allt :(


Takk fyrir að leita á ljósmóðir.is og afsakaðu seinagang með svar. Eins og þú líklega veist þá er hægðatregða eða „hægari meltingarstarfsemi” einn algengasti fylgifiskur meðgöngu. Besta ráðið til að draga úr einkennum er að reyna að vera dugleg að drekka vatn, borða trefjaríka fæðu og hreyfa sig hæfilega. Stundum reynast þessi þjóðráð þó ekki nægjanleg og þá hafa margar konur gripið til þess að taka t.d. sórbítól, laxerólíu eða husk til lengri eða skemmri tíma.
Það er alltaf „mýkri” leið að reyna fyrst að leysa hægðatregðuvandamál „ofan frá”, en stundum getur reynst nauðsynlegt að leita á náðir úthreinsunarlyfja. Rétt eins og við sjálfa fæðinguna er óhætt að nota microlax og klyx á meðgöngunni, en ég ráðlegg þér eindregið að stilla notkun þess mjög í hóf og reyna að nota aðrar leiðir til að koma í veg fyrir að hægðatregðan verði raunverulegt vandamál.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Steinunn H.Blöndal,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
30. júlí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.