Köfun á meðgöngu

20.01.2014
Daginn
Er ekki í lagi að stunda köfun á meðgöngu þá er ég ekki að tala um djúp köfun heldur bara mest niður á 10 metra?
Sæl vertu.
Takk fyrir áhugaverða spurningu. Ekki er mikið til af rannsóknum sem tengjast köfun á meðgöngu, en þó finnst svolítið af greinum og leiðbeiningum þar um. Samkvæmt því sem ég las er meðganga frábending fyrir köfun. Bent hefur verið á hættu á fósturgöllum vegna köfunar á meðgöngu og einnig er hætta á að fóstrið geti orðið fyrir kafaraveiki þegar móðir stundar köfun á meðgöngu. Hér er ágæt grein um áhættu af köfun á meðgöngu og önnur vefsíða sem fjallar stuttlega um sama efni. Í þeim er ekki gerður greinarmunur á djúp- og grunnköfun, né heldur hvort köfun er stunduð í tengslum við vinnu, það er þegar oft þarf að kafa, eða í frístundum. 
Vona að þetta svari spurningu þinni og gangi þér vel.

Bestu kveðjur,
Björg Sigurðardóttir,
ljósmóðir,
20. janúar 2014.