Spurt og svarað

27. febrúar 2007

Kókosolía á meðgöngu

Hæ og takk fyrir mjög skemmtilegan og fræðandi vef, alveg frábært að geta alltaf lesið sig til hér:)

Mig langar svo að spyrja um kókosolíu á meðgöngu. Ég veit að olían er rosa vinsæl núna og ég er að lesa bók um þessa olíu. Í henni segir að það sé bara rosa hollt bæði fyrir mig og barnið og að brjóstamjólkin eigi að vera enn næringarríkari og hollari fyrir barnið. Ég hef verið að taka hana aðeins inn en bara í litlu magni, og mér líður mjög vel. Mikil orka og ristillinn starfar betur en áður :) Mig langaði nú samt að fá álit frá ljósmóðir á þessu. Haldið þið að þetta sé gott?

Kær kveðja, Bumbulína.


Sæl og blessuð!

Já, kókosolían er örugglega mjög holl. Ég fann engar upplýsingar um að barnshafandi konur ættu að varast neyslu hennar. Það er töluverð reynsla af notkun hennar á meðgöngu og við brjóstagjöf, sérstaklega á svæðum þar sem kókoshnetur eru ræktaðar. Á vefsíðunni www.tropicaltraditions.com fann ég smá umfjöllun um kókosolíu á meðgöngu og þar segir að ekki ætti að byrja að nota hana á meðgöngu en ef kona hefur neytt hennar fyrir meðgöngu og liðið vel af henni þá ætti að vera óhætt að halda því áfram á meðgöngu. Mér finnst þetta hljóma skynsamlega.

Eins og þú segir þá líður þér vel af þessu svo líklega er þetta bara í fínu lagi fyrir þig. Ég vil samt minna þig á að allt er gott í hófi!

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. febrúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.