Akstur á meðgöngu

08.05.2008

Hæ var að spá...  er kominn 41.viku og 1 dag ég var að spá hvort ég mætti keyra sjálf ?


Sæl

Já þú mátt keyra út alla meðgönguna eða eins lengi og þér finnst þægilegt.  Á markaðnum eru sérstök meðgöngubelti sem hjálpa til við að hafa bílbeltin á sínum stað undir kúlunni sem er bæði þægilegra og öruggara ef eitthvað kemur fyrir.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
8. maí 2008.