Körfubolti!!

13.03.2015

Er í lagi að spila körfubolta á meðgöngu? Er komin 8 vikur og spila körfubolta alla vega 6 sinnum í viku og það getur verið mjög mikið álag stundum.

 

Heil og sæl, almennt gildir að það sé í lagi að gera það sem maður er vanur að gera. Ég ráðlegg þér að hlusta á líkamann og fara eftir því sem hann segir þér. Það er þó ekki mælt með íþróttum sem geta haft harkalega árekstra í för með sér. Í bandarískum leiðbeiningum er körfubolti eitt af því sem ráðið er frá að stunda á meðgöngu. Hafðu skynsemina að leiðarljósi. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljosmóðir og hjúkrunarfræðingur
13. mars 2015