Krem til að hindra slit

13.02.2008

Góðan daginn,

Mig langar til að spyrja hvort þið mælið með einhverjum ákveðnum kremum eða slíku til að fyrirbyggja húðslit á meðgöngu?

Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef. Hér er ég daglegur gestur!


Komdu sæl

Enn hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að krem eða olíur hafi fyrirbyggjandi áhrif gegn húðsliti á meðgöngu.  Það eru vísbendingar um að það geti hjálpað að einhverju leiti, og þá helst hjá þeim sem eru að ganga með í fyrsta skipti, en vísindalegar sannanir liggja ekki fyrir.  

Við getum að ekki mælt með einu kremi frekar en öðru en það er sjálfsagt að prófa sig áfram til að finna út hvað hentar best. 

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
13.febrúar 2008.