Spurt og svarað

13. febrúar 2008

Krem til að hindra slit

Góðan daginn,

Mig langar til að spyrja hvort þið mælið með einhverjum ákveðnum kremum eða slíku til að fyrirbyggja húðslit á meðgöngu?

Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef. Hér er ég daglegur gestur!


Komdu sæl

Enn hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að krem eða olíur hafi fyrirbyggjandi áhrif gegn húðsliti á meðgöngu.  Það eru vísbendingar um að það geti hjálpað að einhverju leiti, og þá helst hjá þeim sem eru að ganga með í fyrsta skipti, en vísindalegar sannanir liggja ekki fyrir.  

Við getum að ekki mælt með einu kremi frekar en öðru en það er sjálfsagt að prófa sig áfram til að finna út hvað hentar best. 

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
13.febrúar 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.