Kúlan kemur fyrr

12.10.2009

Nú er ég ólétt að mínu öðru barni og það er bara komið ár frá síðustu fæðingu. Er komin 10 vikur og finnst strax vera farið að sjá á mér. Ég er hætt að geta notað buxur frá mér og fólk hefur spurt mig hvort ég sé ólétt. Ég hef reyndar heldur ekki verið mjög dugleg við að styrkja magavöðvana eftir síðustu fæðingu. Getur verið að það sjáist fyrr á manni ef það líður stuttur tími milli meðgangna? og þó það sé komið ár síðan?

 


Já venjulega er það þannig að það sést fyrr og meira á konum á seinni meðgöngum heldur en fyrstu meðgöngu.  Sérstaklega ef stutt er á milli en oft líka þó líði lengri tími.

Kveðja 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. október 2009.