Spurt og svarað

25. mars 2008

Kvef á meðgöngu og Flixonase

Góðan daginn og takk fyrir yndislegan vef.

Ég vildi fá að forvitnast en málið er að ég er búin að vera mikið veik síðan að ég varð ófrísk. Þá meina ég bara endalausar kvefpestir og hiti og beinverkir. Þetta er að verða óþolandi ástand og farið að bitna mikið á vinnunni minni. Ég heyrði einhversstaðar að ef að kona verður kvefuð á meðgöngunni þá má hún búast við að verða kvefuð allan tímann. Er það rétt? Svo vildi ég líka athuga hvort að ég mætti nota nefúðann flixonase? Eða hafið þið einhver góð ráð til að reyna að losna við þetta?

Með fyrirfram þökk ein þreytt.


Sæl þreytta!

Ónæmiskerfi barnshafandi kvenna er ekki eins sterkt og venjulega og því er líklegt að þú fáir fleiri pestir og kvef en venjulega. Varðandi Flixonase þá eru takmarkaðar upplýsingar sem liggja fyrir um öryggi þess að nota það á meðgöngu þannig að þú ættir alls ekki að gera það nema af brýnni nauðsyn og þá í samráði við lækni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.