Aldur og meðganga

18.06.2008

Sælar !!

Langaði að forvitnast varðandi aldur , ég er 42 ára ófrísk að mínu fyrsta barni, hvað væri helst sem gæti komið uppá varðandi aldur minn :-) ??? sem gæti gert meðgönguna erfiða ??

Kv.

Hulda.


Sæl Hulda

Ef þú ert hraust fyrir ætti aldurinn ekki að vera vandamál með meðgönguna sem slíka.  Aldurinn skapar ekki vandamálin heldur frekar ef einhver vandamál eru fyrir, eins og aukinn blóðþrýstingur eða annað undirliggjandi.   

Með auknum aldri er þó meiri hætta á litningagöllum hjá fóstrinu.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18.júní 2008.