Kvíði á meðgöngu

27.04.2009

Góðan dag. 

Getur mikill kvíði og óróleiki á fyrstu vikum meðgöngu skaddað fóstur á þann hátt að það fæðist illa vanskapað eða fatlað?

Kveðja kvíðamamma.Góðan dag.

Kvíðinn sem slíkur hefur ekki þannig áhrif á barnið að það verði líkamlega fatlað eða vanskapað.  Ef þú ert að taka einhver lyf við kvíðanum skaltu fara til læknis og ræða það við hann hvort þau lyf eru í lagi á meðgöngu eða hvort æskilegt er að skipta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. apríl 2009.