Spurt og svarað

27. ágúst 2008

Kviðslit

Góðan dag

Ég er með eina spurningu varðandi kviðslit. Fyrir 2 árum þegar ég gekk með mitt annað barn greindist ég með kviðslit (við nafla), ljósmóðirin mín sagði mér að bíða og sjá eftir fæðingu hvort þetta myndi ekki lagast sjálft. Stuttu seinna fer ég í aðgerð á kvið vegna æxlis sem ég greindist með og var það fjarlægt, og kviðslitið einhvern vegin gleymdist í kjölfarið. Nú 2 árum seinna er ég aftur ófrísk og kviðslitið er enn til staðar og naflinn stendur út í loftið.  Ég er bara rétt komin af stað eða um 7 vikur svo mín spurning er sú, er hægt að laga þetta kviðslit núna?

Bestu kveðjur


Góðan daginn

Almenna reglan er sú að gera ekki aðgerðir á meðgöngu þar sem þan á kvið gerir það erfiðara fyrir sárið að gróa og meiri hætta á að að naflaslitið komi aftur.  Það má ætla að skurðsár séu 6 vikur að gróa alveg og þá verður komin smá kúla, sérstaklega ef þú kemst ekki strax í aðgerðina.

Hinsvegar ef þú hefur óþægindi af þessu ráðlegg ég þér að tala um þetta við lækni.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. ágúst 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.