Spurt og svarað

09. júní 2010

Kviðvöðvar á meðgöngu

Takk kærlega fyrir góðan vef.

Þannig er að ég er nú gengin 23 vikur. Það er í raun fyrst núna sem eitthvað er farið að sjá á mér (fyrsta barn). En það sem ég er að velta fyrir mér er að mér finnst vera komið nokkuð mikið bil á milli kviðvöðvanna og finnst erfitt að beita þeim rétt, þar sem þeir eru nú hliðlægari en áður ( á erfitt með að útskýra þetta). Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég geti eitthvað styrkt vöðvana og hvort þetta bil sé komið til að vera þó ég viti að það minnki ef til vill eitthvað.


Sæl.

Kviðvöðvarnir færast í sundur til að gefa kúlunni pláss til að vaxa.  Þetta jafnar sig svo aftur eftir fæðingu.  Ef þú gerir kviðæfingar (uppsetur) ert þú að stytta vöðvana enn frekar út til hliðanna og þá eru þeir lengur að ná saman í miðjunni eftir fæðinguna.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
9. júní 2010.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.