Spurt og svarað

05. janúar 2015

Kyn barns

Hæ hæ.
Ég er með eina spurningu bara til gamans. Þar sem ég er að farast úr forvitni yfir kyni barnsins sem ég geng með :) er eitthvað rétt í því að þær sem æla mikið gangi með stelpu? Er það óalgengt að þær sem hafa ekkert ælt en verið með ógleði gangi með stelpu?
Kveðja, Strákamamman:)


Heil og sæl strákamamma, því miður er ekki mikið að marka þetta. Það eru sumar konur sem hafa eignast börn af báðum kynjum sem segja að þær finni mismikið fyrir ógleði eða öðrum þungunareinkennum eftir því hvort kynið þær ganga með. Það eru engin vísinda á bak við þessar pælingar heldur eru þær meira til gamans.
Ef þú vilt vita kynið með vissu áður en barnið fæðist veðurðu víst að bíða eftir 20 vikna sónar :-).

Gangi þér vel og bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
05.01.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.