Kyn barns

05.01.2015

Hæ hæ.
Ég er með eina spurningu bara til gamans. Þar sem ég er að farast úr forvitni yfir kyni barnsins sem ég geng með :) er eitthvað rétt í því að þær sem æla mikið gangi með stelpu? Er það óalgengt að þær sem hafa ekkert ælt en verið með ógleði gangi með stelpu?
Kveðja, Strákamamman:)


Heil og sæl strákamamma, því miður er ekki mikið að marka þetta. Það eru sumar konur sem hafa eignast börn af báðum kynjum sem segja að þær finni mismikið fyrir ógleði eða öðrum þungunareinkennum eftir því hvort kynið þær ganga með. Það eru engin vísinda á bak við þessar pælingar heldur eru þær meira til gamans.
Ef þú vilt vita kynið með vissu áður en barnið fæðist veðurðu víst að bíða eftir 20 vikna sónar :-).

Gangi þér vel og bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
05.01.2015