Kyn fósturs - hvernig er það greint?

24.03.2009

Sælar!

Hvernig er kyn fóstur greint í 20 vikna skoðun? Eru komin kynfæri og ef svo er sjást þau greinilega eða er það þvagrásin? Ég var að koma úr 20 vikna sónar og er forvitin, vildi ekki fá að vita og ætlaði að finna það sjálf. Ég sá ekki pung né títu, er það þá stelpa?

 


Sæl!

Kyn er greint með skoðun á ytri kynfærum, og ekki greint með ómskoðun fyrr en við 20 vikur. Myndir sem konur fá með sér sína ekki kynfæri fóstursins, nema óskað sé eftir því sérstaklega.

Kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
24. mars 2009.