Kyngreining við 18 vikur

20.10.2007

Fórum í sónar við 18 vikur og 2 daga og vildum fá kyngreiningu. Ljósmóðirin sá greinilegan útvöxt á barninu sem líktist mest pung og typpi. En hún sagðist ekki geta verið alveg viss svona snemma. Ég veit að kynin eru lík í byrjun meðgöngu, en við 18+ vikur, er ekki nokkuð víst að barnið sé drengur?


Sæl!

Kyngreining við 18 vikur er nokkuð örugg sérstaklega ef um  dreng er að ræða, mér finnst ólíklegt að ljósmóðirin hefði sagt kynið nema að hún hefði sé það.

Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri á Fósturgreiningardeild LSH,
20. október 2007.