Kynjapróf!!

05.02.2015

Góðan dag, vitið þið eitthvað um þetta próf: http://www.intelligender.com/home.html?pageid=6?xid=f1783b247a8713024dfdcc087cbcc1f4 Ég tók þetta próf komin 10 vikur og 11 daga og fékk þá út að ég gengi með stelpu. Svo tók ég prófið komin 14 vikur og fékk þá út að ég gengi með strák. Svo núna veit ég ekki hvoru ég á að taka mark á :) ég tók þetta samt bara til gamans og vegna þess að ég get bara ekki beðið eftir að fá að vita kynið :)

 

Sæl og blessuð, já það er æsispennandi að fá að vita kynið en ég held að flestir verði að bíða eftir 20 vikna sónar til að fá að vita það með nokkurri vissu. Ég hef aldrei heyrt um neitt próf sem er að marka og það borgar sig alls ekki að treysta á slík próf að neinu leyti nema þá til gamans!! En það styttist í að þú fáir forvitni þinni svalað fyrst þú ert komin rúmar 14 vikur. Þá eru bara 5-6 vikur í sónar!! Gangi þér vel.


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
5. feb. 2015