Kynlíf

24.06.2004

Við hjónin höfum ávallt lifað mjög góðu og fjölbreyttu kynlífi. Mig langaði að vita hvort endaþarmssamfarir séu hættulegar á meðgöngunni og hvort það geti skaðað fóstrið á einhvern hátt.
Takk fyrir frábæran vef.

                          ...........................................................

Komdu sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn!

Það var lítið upp úr því að hafa að leita að svörum við fyrirspurninni þinni í kennslubókunum okkar eða fagtímaritum.  Það er ekkert ritað um þetta og engar rannsóknir til um þetta efni sem við vitum um.  Þá er það eina í stöðunni að nota heilbrigða skynsemi.  Okkur dettur bara ekkert í hug sem mælir á móti því að þið stundið endaþarmssamfarir á meðgöngunni.  Að sjálfsögðu þarf þó alltaf að hafa í huga að gæta fyllsta hreinlætis sérstaklega ef samfarir í leggöng fylgja í kjölfarið.

Með bestu kveðjum og óskum um góða meðgöngu.

Anna S. Vernharðsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og
Rannveig B. Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. júní 2004.