Spurt og svarað

10. september 2007

Kynlíf á síðustu vikunum

Sæl og takk fyrir frábæran vef, ég var ad pæla i einu i sambandi við kynlíf.Málið er það að kærastinn minn er frekar þéttur á velli og ég var að velta því fyrir mér hvort að það sé æskilegt að við séum að stunda kynlíf þar sem ég er komin 35.vikur á leið og ég er með frekar stóra kúlu.Og ég er alveg rosalega hrædd um það að þetta sé að skaða barnið.Þegar að ég og kærastinn minn sleppum því að stunda kynlíf eitt kvöld eða svo þá finn ég miklu meira fyrir hreyfingum.  Aftur á móti þegar að við erum að stunda kynlíf, þá finn ég minna fyrir hreyfingum.  ér finnst þetta ofboðslega óþægilegt að stunda kynlíf núna seinustu vikurnar og hann er bara ekki alveg að skilja það.  vað get ég gert í þessu kæra ljósmóðir ???


Komdu sæl.

Eðlilegt kynlíf á meðgöngu er í lagi og getur ekki skaðað barnið, en þið þurfið kannski að finna ykkur aðrar stellingar en trúboðastellinguna sem er greinilega farin að valda vandræðum.  Það að þú finnir meira fyrir hreyfingum þegar þið eruð ekki að stunda kynlíf er sennilega vegna þess að þá ertu að hugsa meira um það og finnur því meira en þegar þú ert upptekin við annað.  Ef þú ert hinsvegar hrædd við þetta og líður ekki vel með að stunda kynlíf þá þarftu að ræða við kærastann þinn og þið  getið fundið aðrar leiðir til að vera góð hvort við annað.

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
10.09.2007.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.