Kynlíf með barn skorðað

06.12.2006

Er í lagi að stunda kynlíf eftir að barn skorðar sig?  Þetta gæti hljómað kjánalega, en ég hef áhyggjur af því að skaða mjúkt höfuðið á barninu.

Með þökk fyrir ómælda hjálp, þessi síða er þarfaþing.


Komdu sæl.

Já það er allt í lagi að stunda kynlíf eftir að barnið skorðar sig þar sem leghálsinn, belgirnir og legvatnið verja höfuð barnsins áfram fyrir hnjaski.  Það kemur ekkert fyrir barnið við venjulegt kynlíf.

Bestu kveðjur

yfirfarið 29.10.2015