Lækkandi blóðþrýstigur

02.08.2011

Ég er komin rúmlega 30 vikur og vegna ættarsögu og fyrri meðgangna notast ég við blóðþrýstingsmæli heima og er fyrir löngu búin að taka út óþarfa salt úr fæðu.  Blóðþrýsingurinn hjá mér hefur verið til fyrirmyndar á þessari meðgöngu en síðustu dagana hefur hann verið á niðurleið. Mér líður ágætlega en þrýsingurinn hefur á tveimur vikum farið úr 130/70 niður í 90/50. Púlsinn hefur hins vegar hækkað og er yfirleitt um 90 slög á mín. 
Ætti ég að vera ánægð eða hafa áhyggjur?  Eða ætti ég bara að salta matinn minn og fylgjast áfram með þrýstingnum? 
 Komdu sæl.

Þetta er venjulega ekki ástæða til að hafa áhyggjur ef þú finnur ekkert fyrir þessu.  Haltu bara áfram að fylgjast með blóðþrýstingnum hjá þér.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2. ágúst 2011.