Læknir gefur konu minni lyf sem hefur slæm áhrif á fóstur

09.04.2008

Konan mín er að fá lyfið Sobril hjá lækni á deild 33-A þar sem hún liggur inni. Hún er í áhættumeðgöngu hjá kvennadeildinni útaf fóstur missi áður. Má hún fá þessi lyf? Lyfjafræðingar segja mér að svo sé ekki! Þetta er ekki í lagi.

Argur verðandi faðir.


Sæll og blessaður!

Það er alveg rétt að það er ekki æskilegt að nota Sobril á meðgöngu en lyfið er þó vissulega stundum notað á meðgöngu ef ávinningur er talin vera meira en áhættan.  Mér finnst líklegt að læknir hafi metið það svo að ávinningur af töku lyfsins fyrir hina verðandi móður sé meiri en hugsanleg áhætta fyrir barnið. Mér finnst líklegt að það sé auðsótt mál að þið fáið viðtal við lækni þar sem þessi mál eru rædd og útskýrð fyrir ykkur.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. apríl 2008.