Spurt og svarað

03. mars 2009

Lágsæt fylgja

Ég er með of lága fylgju og sé hér og þar sem ég les að það eru margir læknar sem banna kynlíf á meðan beðið er eftir að hún hækki sig.  Ég hef ekki náð í neinn sem getur sagt mér neitt um þetta.  Ljósmóðirin sem greindi ástandið í sónarnum svaraði engum spurningum sem ég hafði um þetta.  Mér skilst að þessu fylgi aukin blæðingarhætta og vildi fá að vita hvaða athafnir maður á að forðast meðan beðið er eftir að fá úr því skorið hvort hún hækkar sig eða ekki.  Ég er komin 20 vikur og á að koma aftur á 34 viku.

 


 

Komdu sæl

Ef fylgjan er bara lágsæt en ekkert fyrir leghálsinum þarftu ekki að hafa svo miklar áhyggjur.  Það er frekar þegar fylgjan teygir sig yfir leghálsinn að einhverjum hluta eða alveg sem bannað er að stunda kynlíf.  Þetta sést á sónarblaðinu þínu og ég ráðlegg þér að fá tíma hjá ljósmóðurinni þinni í mæðraverndinni og sýna henni svarið úr sónarnum og þá getur hún ráðlagt þér frekar.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. mars 2009.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.